Vilja íbúar Grafarvogs fórna grænum svæðum?
Borgaryfirvöld stefna að byggingu 500 íbúða á ýmsum grænum svæðum í Grafarvogi sem jafnframt eru í hróplegu ósamræmi við þá byggð sem fyrir er. Ekki einungis er fyrirhugað að byggja á manngerðum útivistarsvæðum heldur gera áætlanir ráð fyrir að taka ósnortið land nyrst í Víkurhverfi undir uppbyggingu.
Stefnt er að mikilli þéttingu í miðju Grafarvogshverfi með þéttstæðum blokkum í lágreistri byggðinni. Ekki er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir þessa nýju byggð sem mun auka mjög á umferðarvandann og rýra lífsgæði íbúanna.
Þessi þróun skerðir græn útivistarsvæði og nálægðina við náttúruna sem er einmitt ástæða þess að mörg okkar hafa valið að setjast að í hverfinu. Grafarvogur er fullbyggður og fullmótaður samkvæmt loforðum borgarinnar í skipulagsgögnum. Íbúar hafa því réttmætar væntingar um að svo verði áfram og hafna því þessari innrás í hverfið. Spurningin er því hvort þessar fyrirætlanir um að umbreyta hverfinu séu í samræmi við væntingar íbúanna um framtíð Grafarvogs?
Aðalskipulag Reykjavíkur 2040
Íbúðaruppbygging í grónum hverfum - Frekar uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum.
Um er að ræða fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfanna, sem eru í eigu borgarinnar, ekki síst þar sem svigrúm er til fjölgunar nemenda í núverandi grunnskólabyggingum. Úttekt nýrra byggingarreita mun fyrst um sinn einkum beinast að reitum í Grafarvogi en síðar að möguleikum í öðrum hverfum borgarinnar.
New Title
SKRIFAÐU UNDIR
Við skorum á íbúa í Grafarvogi að setja nafn sitt á undirskriftalista þar sem mótmælt er áformum borgaryfirvalda um þéttingu byggðar í grónum hverfum Grafarvogs. Um leið er kallað eftir því að íbúalýðræði sé virkjað og haft samráð við íbúa hverfisins um breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur – 2040.
Núverandi lega Sundabrautar mun skipta Grafarvogi í tvennt!
Sundabraut, sem byggir á áratuga gömlum plönum, er á leiðinni í útboð á næsta ári. Þessi fyrirhugaða hraðbraut mun liggja í gegnum bíllausa hverfið í Gufunesi og þvera græna útivistarsvæðið sem þar er. Engar breytingar eru hins vegar fyrirhugaðar á umferðarrýmd Sæbrautar við Holtagarða og því ljóst að þessi framkvæmd mun ekki leysa þann umferðarvanda sem borgin glímir við.
Þá mun Sundabraut rýra mjög útsýni til Esjunnar frá norðanverðum Grafarvogi sem er ekkert annað er skerðing á lífsgæðum íbúanna á því svæði. Tvöföldun Hallsvegar milli Folda- og Rimahverfis verður óhjákvæmileg til að tryggja aðgengi að Sundabraut, þar sem byggðin í Keldnalandi og Blikastaðalandi í Mosfellsbæ mun auka gífurlega á umferðarálagið í Grafarvogi og skipta hverfinu í tvennt.
Er Sundabrautin barn síns tíma?
SUNDABRAUT
matsáætlun vegna umhverfismats Sundabrautar
SUNDABRAUT
Stofnbraut, nýr þjóðvegur í Reykjavík
Eiga Grafarvogsbúar að greiða fyrir Borgarlínu með skertum lífsgæðum?
Stefnt er að uppbyggingu allt að 17 þúsund manna byggðar í landi Keldna á svæði sem er álíka stórt og Húsahverfi. Um yrði að ræða tvöföldun á íbúafjölda Grafarvogs sem myndi valda gífurlegu álagi á innviði, eins og heilsugæslu, samgöngur, skóla, frístund og
menningarstarfsemi. Þar að auki eru aðeins tvær leiðir inn og út úr hverfinu sem nú þegar eru stappaðar af umferð.
Keldnahverfið yrði í miklu ósamræmi við núverandi byggð í Grafarvogi. Meðal annars er gert ráð fyrir færri en einu bílastæði á íbúð auk þess sem gert er ráð fyrir mun meira byggingamagni en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, það er að byggingarlandið myndi skila 15 milljörðum í tekjur en nú er sú tala komin upp í 50 milljarða.
Markmiðið virðist því vera að Grafarvogur standi undir kostnaði vegna Borgarlínunnar og annarra samgöngubóta annars staðar í borginni. Grafarvogurinn sjálfur er einstök náttúruperla og eitt fjölskrúðugasta fuglasvæði landsins. Samkvæmt áætlunum mun uppbyggingin í Keldnalandi ná að Grafarlæknum og stefna þannig lífríkinu í Grafarvogi í hættu.
Viljum við tvöfalda íbúafjölda í Grafarvogi?
Fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða landnotkun og þróun byggðar í landi Keldna og nágrennis. Við mótun breytingartillagna fyrir Keldur og Keldnaholt verður einnig horft til þróunar byggðar á nærliggjandi svæðum og einkum þeim sem eru innan áhrifasvæðis Borgarlínu í austurhluta borgarinnar. Jafnhliða því er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati breytinganna, sbr. lög nr. 111/2021.